föstudagur, 7. október 2011

Ber á föstudegi....

...hohoho :)

Fékk RISAstórann poka fullan af reyniberjum í gær frá henni elsku Auði minni.
Því var farið í það að nýta berin í sitthvað skemmtilegt......tók gamlan bastkrans sem ég átt, og tók ekki af honum gervigreinarnar sem voru á honum...


...síðan eru það bara vírar og klippur


...ég festi síðan berin á í þremur misstórum grúbbum.


...eins og sést kannski betur á þessari teiknimynd :)
...en af því að mér fannst hann ver eitthvað berrassaður þá ákvað ég að bæta við smá mosa og striga,
kransinn átti náttúrulega að vera frekar grófur og haustlegur.


...og að lokum endaði hann svona á útihurðinni okkar!


..ég vildi ekki þekja kransinn með rauðum berjum því að þá væru bara komin jól :)


...nokkrar nærmyndir
...og á hlið :)


...nokkur ber enduðu inn í stóru luktinni minni, ásamt fuglinum og kerti......og einhver ber urðu nú að fá að koma inn í hús


...flestir ættu að eiga efni í þetta heima hjá sér


...berin eru úti, en glervasi, vatn og flotkerti ættu að finnast innanhúss


...haust, haust, haust :) 


Eruð þið búnar að gera haustkransa?


Góða helgi elskurnar :)

13 ummæli:

 1. Frábærar hugmyndir !
  Ég skoða síðuna reglulega, mjög flott blogg hjá þér :)

  SvaraEyða
 2. mikið er þetta nú fallegt hjá þér! Mig langar nú bara að hlaupa beint út að týna og föndra!

  SvaraEyða
 3. Rosalega flott hjá þér!

  Kv.Hjördís

  SvaraEyða
 4. Ohh...svo fallegt hjá þér.
  Kv. Vallý

  SvaraEyða
 5. GEGGJAÐ!
  ótrúlega flott allt hjá þér :)
  kv. Sigurlaug

  SvaraEyða
 6. Vá, en fallegt. Kíki reglulega á síðuna þína :-)

  SvaraEyða
 7. Mig langar svo að forvitnast aðeins hjá þér, þegar þú ert að spreyja húsgögn notast þú við eitthvað sérstakt sprey ??
  Þú s.s. spreyjar og spreyjar svo glæru yfir ekki satt ??

  Kv Sandra

  SvaraEyða
 8. Glæsilegt hjá þér :) ... ég kíki á hverjum degi nánast .. frábærar hugmyndir .. takk fyrir :)

  Er búin að redda mér berjum og er byrjuð að skreyta ... :)

  Kv. Sara Björk

  SvaraEyða
 9. Oh er svo að elska þetta blogg kíkji á hverjum degi og vá hvað ég er á sama leveli allt svo eins og ég myndi vilja hafa það:) En geturðu bent á einhverja síðu eða eh varðandi ganga svona langa og leiðinlega herbergisganga vantar svo einhverjar hugmyndir ;)
  kveðja Lóa

  SvaraEyða
 10. Takk fyrir kærlega allar saman!

  Sandra, ég er ekki að nota neitt sérstakt sprey - hef keypt sprey í Europris, Húsó, Exudus og Múrbúðinni og sé ekkert svakalega mikinn mun á þeim. Ég hef ekki verið að spreyja með glæru spreyji yfir, nema bara á blúndubekkinum - af því að ég vissi að hann myndi verða fyrir miklu hnjaski :)

  Lóa, ég myndi sko ekki hika við að gera myndavegg á ganginum og svo er snilld að mála :)
  Meira um það hérna:
  http://dossag.blogspot.com/2011/01/flottir-myndaveggir.html
  http://dossag.blogspot.com/2011/01/myndaveggir.html
  http://dossag.blogspot.com/2011/04/laaaaangur-gaaaaaaangur.html


  Vona að þú getir nýtt þér þetta eitthvað!
  Kv.Soffia

  SvaraEyða
 11. Takk fyrir þetta nú er bara að fara framkvæma og mála :)

  SvaraEyða
 12. Æðislegar hugmyndir og kertin eru frábærlega flott!

  SvaraEyða

Ertu að fara að kommenta krúttið mitt! Takk fyrir :)
Endilega veljið bara anonymous þegar þið viljið kommenta og þá getið þið skrifað nafnið ykkar undir....